Næsta örnámskeið: Útboðsmál

04.01.2023
Jörgen Már Ágústsson

Örnámskeið FA um útboðsmál verður haldið 10. janúar kl. 10 á Zoom. Þetta er síðasta námskeiðið í þessari lotu námskeiða um hagnýta lögfræði í fyrirtækjarekstri.

Miklir fjárhagslegir hagsmunir geta verið undir þegar fyrirtæki taka þátt í opinberum útboðum og er því mikilvægt að fyrirtæki séu meðvituð um réttarstöðu sína og hvað skuli til bragðs taka þegar upp koma álitaefni við framkvæmd útboðsins. Á námskeiðinu verður farið yfir nokkur almenn og hagnýt atriði sem oft reynir á við meðferð opinberra útboða og sem gott getur verið að hafa í huga þegar fyrirtæki taka þátt í opinberum útboðum. Á meðal umfjöllunarefna námskeiðsins er hvaða reglur gilda um kærufresti, hvaða áhrif fyrirspurnir fyrirtækja geta haft við meðferð opinberra útboða, hvaða reglur gilda um skil á gögnum og mikilvægi þess að standa rétt að tilboðsgerð.

Jörgen Már Ágústsson er lögmaður og í hópi eigenda MAGNA lögmanna. Hann starfaði áður m.a. hjá Félagi atvinnurekenda.

Örnámskeið FA eru stutt vefnámskeið, haldin á Zoom með svokölluðu 20+10-fyrirkomulagi; 20 mínútna fyrirlestur og svo tíu mínútur til að svara spurningum og ábendingum. Þannig er markmiðið að stjórnendur þurfi ekki að taka sér meira en hálftíma í hvert námskeið. Námskeiðin henta framkvæmdastjórum, fjármálastjórum, mannauðsstjórum og fleiri stjórnendum. Þau eru opin félagsmönnum í FA og haldin kl. 10-10.30.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér að neðan. Skráðir félagsmenn fá svo sent fundarboð með hlekk til að taka þátt í námskeiðinu með góðum fyrirvara.

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning