Nýr kjarasamningur kynntur

10.04.2019
Félagsmenn fengu vöfflukaffi á kynningarfundinum í Húsi verslunarinnar.

Nýr kjarasamningur Félags atvinnurekenda við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna var kynntur á vel sóttum félagsfundi í morgun.

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA fór yfir kjarasamninginn. Talsvert var spurt út í ákvæði samningsins á fundinum, ekki síst kaflann um styttingu vinnutíma. Ólafur sagði veruleg tækifæri geta falist í viðræðum atvinnurekenda og starfsmanna um styttingu vinnuvikunnar og hvernig mætti skipuleggja hana þannig að starfsfólk fengi meiri frítíma án þess að þjónusta eða framleiðni skertist.

Hægt að nýta sveigjanleikann í kjarasamningnum
Ólafur sagði mikilvægt að hlusta á hugmyndir starfsfólks. Þá skipti máli að kortleggja álagstoppa í starfseminni. Til greina kæmi að starfsmenn mættu á mismunandi tímum til að tryggja mönnun á álagstoppum en að fólk nyti frítíma þegar minna væri að gera. Í þessu sambandi gæti sveigjanleikinn í aðalkjarasamningi FA og VR/LÍV nýst vel, en samningurinn kveður á um að dagvinnu megi skipuleggja á bilinu kl. 7 til 19. Vinnutímaákvæði samningsins eru almennt mun opnari og sveigjanlegri en í samningum Samtaka atvinnulífsins við sömu aðila.

Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki stjórnar félagsins, sem fjallar um hann á fundi á morgun. Lög félagsins kveða jafnframt á um að kynna skuli félagsmönnum nýjan kjarasamning svo fljótt sem auðið er á almennum félagsfundi.

Glærur Ólafs

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning