Nýr kjarasamningur kynntur

01.01.1970

Nýgerður kjarasamningur Félags atvinnurekenda við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna var kynntur á almennum félagsfundi í dag.

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA fór yfir helstu atriði samningsins og svaraði spurningum fundarmanna. Meðal annars kom fram í máli Ólafs að ákvæði samningsins um launaþróunartryggingu, þar sem hækkanir undanfarna fjórtán mánuði dragast frá grunnhækkun, myndi þýða mikla vinnu í launadeildum fyrirtækjanna.

Ólafur hvatti aðildarfyrirtæki FA ennfremur til að leita fremur leiða til hagræðingar vegna aukins launakostnaðar en að velta hækkunum út í verðlagið. Það væri nauðsynlegt til að tryggja markmið samningsins um kaupmáttaraukningu.

Glærur Ólafs

Nýjar fréttir

Innskráning