Nýr kjarasamningur kynntur á félagsfundi

14.03.2024

Nýr kjarasamningur FA við VR og LÍV verður kynntur á rafrænum félagsfundi mánudaginn 18. mars. Fundurinn verður haldinn á Teams kl. 10-10.30. Skráning á fundinn er hér að neðan og fá skráðir félagsmenn sendan hlekk í tíma.

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA mun fara yfir efni samningsins.

Samningurinn var undirritaður í morgun. Samkvæmt lögum FA skulu allir kjarasamningar við samtök launþega undirritaðir með fyrirvara um samþykki stjórnar félagsins. Samþykktan samning skal kynna á almennum félagsfundi eins fljótt og unnt er. Samningsaðilar þurfa að tilkynna um afgreiðslu samningsins 21. mars.

Skráning á fjarfund til kynningar á nýjum kjarasamningi FA og VR/LÍV 18. mars

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning