Nýtt ár – ekkert farmiðaútboð

20.01.2016

FjarmalaraduneytiFélag atvinnurekenda hefur ítrekað fyrirspurn sína til fjármálaráðuneytisins um hvað líði boðuðu útboði á flugfarmiðakaupum ríkisins. Félagið sendi ráðuneytinu bréf sama efnis fyrir átta vikum, en hefur ekki fengið svar.

Í bréfi FA til ráðuneytisins er rifjað upp að óumdeilt sé að þessi innkaup séu útboðsskyld, og vísað í úrskurð Kærunefndar útboðsmála, þar sem lagt er fyrir fjármálaráðuneytið að bjóða þau út. Enn fremur er vísað til fréttatilkynningar fjármálaráðuneytisins frá því í mars síðastliðnum, en þar var boðað að útboðið færi fram á fyrri hluta síðasta árs. Þau áform gengu síðan ekki eftir.

„Ríkiskaup svöruðu FA síðastliðið sumar að útboðið drægist fram á haustmánuði. Svo hættu Ríkiskaup að svara fyrirspurnum og vísuðu á fjármálaráðuneytið sem eiganda verkefnisins,“ segir í bréfi Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra FA, til Guðmundar Árnasonar, ráðuneytisstjóra. „Í ljósi þess að nú er aftur kominn fyrri hluti árs, nema hvað það er árið á eftir árinu þegar útboðið átti að fara fram, leyfir FA sér að spyrja á ný hvenær standi til að bjóða út farmiðakaup ríkisins og binda þar með enda á brot á lögum um opinber innkaup, sem staðið hafa í meira en þrjú ár. Svar óskast sem fyrst.“

Bréf FA til fjármálaráðuneytisins

Fyrra bréf FA til ráðuneytisins

Viðtal við Ólaf Stephensen á Bylgjunni

Nýjar fréttir

13. júní 2024

Innskráning