Félag atvinnurekenda efnir til opins félagsfundar um gengislán föstudaginn 20. mars kl. 8.30.
Sjö ár eru nú liðin frá efnahagshruninu en við það gjörbreyttist rekstrargrundvöllur fjölda fyrirtækja þegar lán þeirra tvöfölduðust. Dæmt hefur verið í 70 málum vegna gengislána fyrir Hæstarétti þar sem hundruð milljarða eru undir en fjöldi fyrirtækja bíður enn afgreiðslu sinna mála. Hópur sérfræðinga hefur unnið að því að taka saman helstu stærðir og staðreyndir varðandi stöðu íslenskra fyrirtækja og niðurstöðu dóma vegna gengislána. Niðurstöður þeirrar vinnu verða kynntar á fundinum.
Frummælendur:
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA:
Bera allir sömu byrðar? – Umfang gengislánanna og þróun dóma um þau
Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness:
Biðin langa – Reynslusaga fyrirtækis með gengislán
Fundarstjóri: Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður FA.
Fundurinn verður haldinn í fundarsal Félags atvinnurekenda á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, og hefst kl. 8:30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Morgunverður er í boði á fundinum.
Skráning á fundinn hér