Opinn fundur um Toyota-málið – fordæmisgildi og úrræði fyrirtækja

22.01.2014

Snemma á síðasta ári féll í Hæstarétti svokallaður Toyota-dómur í máli Toyota á Íslandi ehf. gegn íslenska ríkinu. Í málinu komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Toyota hefði verið óheimilt að draga vaxtagjöld í tenglsum við öfugan samruna frá skattskyldum tekjum þar sem samruninn hafði, að mati Hæstaréttar, engan rekstrarlegan tilgang.

 

Dómur Hæstaréttar hefur leitt til þess að ríkisskattstjóri hefur krafið tugi fyrirtækja um að greiða endurálagningu skatta sem samsvarar milljörðum króna. Mörg fyrirtæki horfa því fram á að þurfa að greiða háar fjárhæðir vegna endurálagningar á grundvelli niðurstöðu Hæstaréttar.

 

Þessi niðurstaða er að margra mati ósanngjörn, enda voru flest þessara fyrirtækja í góðri trú og nutu auk þess leiðsagnar sérfræðinga við framkvæmd þessa frádráttar. Það er því ljóst að mörg fyrirtæki munu vilja kanna úrræði sín og sækja mögulegan rétt sinn.

 

 

Á fundinum munu tveir lögmenn fara yfir þýðingu dómsins, þau úrræði sem fyrirtæki hafa og mögulegan farveg fyrir kröfur þeirra.

 

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 

Fordæmisgildi Toyota dómsins – helstu álitamál, málsástæður og forsendur Hæstaréttar.

 

Hjördís Birna Hjartardóttir, héraðsdómslögmaður.

 

Úrræði þeirra fyrirtækja sem sæta endurálagningu – mögulegur bótaréttur.
Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda og meðeigandi á Málflutningsstofu Reykjavíkur.

 

Umræður.

 

Fundarstjóri verður Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda,

 

Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að fjölmenna á fundinn enda snertir málefnið hagsmuni fjölmargra.

 

 

Fundurinn verður haldinn í húskynnum Félags atvinnurekenda á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 þann 28. janúar nk. og hefst kl. 08:30.

 

Boðið verður upp á léttar veitingar.

 

Skráning á fundinn fer fram hér 

Nýjar fréttir

13. júní 2024

Innskráning