Við hjá Félagi atvinnurekenda erum stolt af þéttskipaðri dagskrá námskeiða sem félagið gengst fyrir í haust. Í morgun var haldið námskeiðið „Nýjar víddir í stjórnun“ undir stjórn Guðnýjar Reimarsdóttur hjá Virkri vitund ehf. Þátttakendur voru sammála um að námskeiðið hefði bæði verið skemmtilegt og gagnlegt.
Við minnum á að þau fyrirtæki sem eru með starfsmenn sem eru félagsmenn í VR fá sjálfkrafa styrk úr Starfsmenntasjóði verslunarinnar ef iðgjaldagreiðslur þeirra hafa myndað næga stigainneign og hvetjum alla félagsmenn til að nýta vel inneign sína í sjóðnum í þágu fræðslu og þjálfunar starfsfólksins. Skoðið vel á hlekknum hér að neðan hvaða námskeið eru í boði.