Félag atvinnurekenda og Rafiðnaðarsambandið undirrituðu í morgun kjarasamning vegna rafiðnaðarmanna. Samningurinn er í öllum meginatriðum sambærilegur öðrum samningum við iðnaðarmannafélögin, sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði að undanförnu, þar á meðal samningi FA/SÍA og Grafíu, sem undirritaður var í gær. Krónutölu- og prósentuhækkanir eru þær sömu, auk þess sem kauptaxtar hækka sérstaklega, og breytingar eru gerðar á orlofi og orlofsávinnslu.
Afgreiða þarf kjarasamninginn fyrir 5. apríl nk. Hann er gerður með fyrirvara um samþykki stjórnar FA og verður kynntur á rafrænum félagsfundi næstkomandi þriðjudag.
Kjarasamningur FA og RSÍ
