Skrifað undir kjarasamning við Rafiðnaðarsambandið

21.03.2024

Félag atvinnurekenda og Rafiðnaðarsambandið undirrituðu í morgun kjarasamning vegna rafiðnaðarmanna. Samningurinn er í öllum meginatriðum sambærilegur öðrum samningum við iðnaðarmannafélögin, sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði að undanförnu, þar á meðal samningi FA/SÍA og Grafíu, sem undirritaður var í gær. Krónutölu- og prósentuhækkanir eru þær sömu, auk þess sem kauptaxtar hækka sérstaklega, og breytingar eru gerðar á orlofi og orlofsávinnslu.

Afgreiða þarf kjarasamninginn fyrir 5. apríl nk. Hann er gerður með fyrirvara um samþykki stjórnar FA og verður kynntur á rafrænum félagsfundi næstkomandi þriðjudag.

Kjarasamningur FA og RSÍ

Frá undirritun samningsins. Benóny Harðarson, forstöðumaður kjarasviðs Húss fagfélaganna, og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA skrifuðu undir.

Nýjar fréttir

24. september 2025
22. september 2025

Innskráning