Skýrsla um eftirlitsgjöld kynnt á morgunverðarfundi

31.03.2017

Félag atvinnurekenda gengst fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 4. apríl. Þar verður kynnt ný skýrsla FA, Eftirlitsgjöld á atvinnulífið: Eru eftirlitsgjöld ríkisins lögmæt, sanngjörn og hagkvæm?

Ríkið hefur á undanförnum árum verið dæmt til að endurgreiða fyrirtækjum háar fjárhæðir vegna eftirlitsgjalda sem voru ekki í samræmi við kostnað eða áttu sér ekki lagastoð. Í skýrslunni er farið yfir hvernig tryggja megi sanngjarnari álagningu og innheimtu eftirlitsgjalda og gerir FA ákveðnar tillögur þar að lútandi.

Það er eitt af baráttumálum FA undir merkjum Falda aflsins að eftirlitsgjöld ríkisins endurspegli raunkostnað við eftirlitið og er útgáfa skýrslunnar liður í þeirri baráttu.

Dagskrá fundarins: Þarf eftirlit með eftirlitsgjöldum?

Eru eftirlitsgjöld ríkisins lögmæt, sanngjörn og hagkvæm? – Niðurstöður skýrslu FA
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA

Undir eftirliti
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra

Reynslusaga af ólögmætum eftirlitsgjöldum
Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf.

Hvernig geta félagsmenn FA nýtt sér niðurstöður skýrslunnar?
Inga Skarphéðinsdóttir, lögfræðingur FA

Fundurinn fer fram í fundarsal FA á 9. hæð í Húsi verslunarinnar kl. 8.30 til 10 þriðjudaginn 4. apríl. Fundurinn verður jafnframt í beinni útsendingu á Facebook-síðu FA. Léttur morgunverður er í boði á fundinum. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Skráning á fundinn hér að neðan.

Auglýsing fundarins

Nýjar fréttir

Innskráning