Félag atvinnurekenda býður félagsmönnum sínum og starfsfólki þeirra upp á margvísleg námskeið sem lúta að rekstri fyrirtækja og stjórnun. Þau fyrirtæki sem eru með starfsmenn sem eru félagsmenn í VR fá sjálfkrafa styrk úr sjóðnum, ef iðgjaldagreiðslur þeirra hafa myndað næga stigainneign.
Dagskrá námskeiða hjá FA í haust er þéttskipuð. Boðið er upp á námskeið í verkefnastjórnun, opinberum innkaupum, samningatækni, almannatengslum og markaðsmálum, hvernig á að fást við kvartanir og óánægju viðskiptavina, útstillingu og framsetningu vöru, stjórnsýslurétti, markmiðasetningu, hvernig stjórnendur geta nýtt sér tilfinningagreind og núvitund í stjórnun og skipulagningu og framkvæmd viðskiptafunda.
Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér dagskrána vel og nýta styrkina úr Starfsmenntasjóðnum í þágu endurmenntunar og þjálfunar stjórnenda og starfsmanna.