Ráðstefna FA og Vörustjórnunarfélagsins, Vöruhús 21. aldarinnar – sjálfvirkni- og snjallvæðing í vöruhúsum tókst með miklum ágætum og var vel sótt. Ráðstefnan hófst með morgunverði í húsakynnum Innness. Gestir fengu síðan kynningu Björgvins Hanssonar vöruhúsastjóra á hátæknivöruhúsi Innness og þeim ávinningi, sem fyrirtækið hefur náð fram með því. Gengið var um vöruhúsið undir leiðsögn stjórnenda hjá Innnesi.
Christian Walby sölustjóri hjá Element Logic í Noregi og Kjetil Velde sölustjóri hjá AutoStore kynntu lausnir fyrirtækjanna, sem þegar hafa verið teknar í notkun hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum. Stefán Baxter forstjóri Snjallgagna flutti síðan einkar áhugavert erindi um spálíkön og gervigreind við rekstur vöruhúsa.
Að síðustu var ekið í Raftækjalagerinn í Klettagörðum og skoðað nýtt hátæknivöruhús frá Autostore, sem nýtir hugbúnað frá Element Logic.
Hér að neðan eru glærur fyrirlesaranna og myndir frá ráðstefnunni.
Glærur Björgvins Hanssonar
Glærur Christians Walby
Glærur Kjetils Velde
Glærur Stefáns Baxter