Haldinn var félagsfundur þar sem rætt var um verðhækkanir í þjóðfélaginu undanfarin misseri. Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hélt erindi þar sem hann sýndi tölur og gröf á verðlagsþróun, þróun gengisvísitölunnar og innflutningsverðlags. Hér má sjá gögnin sem Félag atvinnurekenda hefur tekið saman.
Frá hruni hafa verið stöðugar verðlagshækkanir í þjóðfélaginu. Gengisvísitalan hefur rokið upp og hafa innflytjendur þurft að hækka sitt verðlag í samræmi við það. Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu varðandi innflytjendur og verðhækkanir. Er haldið fram að gengislækkun sé fljót að skila sér út í verðlag en verði styrking gengis séu verðlækkanir ekki sjáanlegar.
Séu tölur frá byrjun árs 2008 skoðar kemur í ljós að innflutningsverðlag hefur hækkað mun minna en gengisvísitalan. Frá byrjun árs 2011 hefur verðlagið hins vegar fylgt gengisþróuninni nánast algjörlega eftir.
Helstu niðurstöður
Gengisvísitala hefur hækkað sem um nemur 95,5% frá janúar 2008 en um 12,5% frá janúar 2011
Innflutningsverðlag hefur hækkað um 68,4% frá janúar 2008 og um 12,3% frá janúar 2011
Vísitala neysluverðs hefur hækkað 42,8% á sama tímabili
Árið 2012 mældist verðbólgan 5,2% og spáir Seðlabanki Íslands 3,8% verðbólgu árið 2013
Á tímabilinu frá janúar 2011 til febrúar 2013 hefur innlend matvara, búvörur án grænmetis og bensín hækkað hvað mest
Innfluttar vörur og húsnæði hafa hækkað töluvert minna
Gögnin sem stuðst er við eru að mestu fengin úr riti Seðlabanka Íslands, Peningamálum, og frá Hagstofu Íslands. Einnig eru gögn frá DataMarket og Rannsóknarsetri verslunarinnar.