Verkföllum frestað

26.05.2015

FullSizeRenderEftir samningaviðræður við Samtök atvinnulífsins um hvítasunnuhelgina ákváðu VR, LÍV, Flóabandalagið og StéttVest að fresta um fimm sólarhringa áður boðuðum verkfallsaðgerðum, sem áttu að hefjast 28. maí. Frestunin gildir einnig gagnvart félagsmönnum í Félagi atvinnurekenda.

FA hefur átt í viðræðum við VR og LÍV og fylgist grannt með viðræðum þessara félaga við Samtök atvinnulífsins. Í tilkynningu frá félögunum kemur fram að ekki verði upplýst um einstaka efnisþætti viðræðna aðila fyrr en gengið hefur verið frá drögum að samningi sem lögð verði fyrir samninganefndir félaganna. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en 28. maí næstkomandi.

 

Nýjar fréttir

Innskráning