Sykurskattur úrelt og flókið fyrirkomulag

17.12.2012

871d95debb622c9dFélag atvinnurekenda sendi efnahags- og viðskiptanefnd umsagnir um tvö frumvörp til laga í byrjun desember. Annars vegar var umsögn um frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum (svokallaður bandormur) og hins vegar umsögn um frumvarp til laga um vörugjöld („sykurskattur“).

FA gerir nokkrar almennar athugasemdir við bæði frumvörpin. FA telur að vörugjöld séu einfaldlega úrelt fyrirkomulag sem sé flókið í framkvæmd. Áform um vörugjald á sykruð matvæli sýna hversu flókin staða myndast við ákvörðun slíkra skatta. Álagning vörugjalda uppfyllir ekki markmið um gagnsæja, samræmda eða skilvirka skattheimtu. Því telur FA að afnema eigi öll vörugjöld í áföngum á tiltölulega skömmum tíma og mætti stýra tekjuáhrifum á ríkissjóð með því að hækka neðra þrep virðisaukaskatts tímabundið til að ná inn sömu tekjum vegna matvara. FA gerir einnig athugasemdir um einstaka liði frumvarpsins og gagnrýnir ómarkvissa vinnu starfshópa fjármálaráðherra um málið.

Vegna frumvarpsins til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum bendir FA á að hinar fjöldamörgu breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu undanfarin misseri flækja það verulega. Það skapar síðan aukinn kostnað fyrir ríkissjóð og ekki síst fyrir notendur kerfisins, fyrirtæki og heimili. FA telur verðlagsáhrif frumvarpsins vanmetin. Lauslegt mat FA bendir til að verðlagsáhrifin séu meiri og gætu hækkað skuldir heimila um u.þ.b. 5 milljarða króna. FA gagnrýnir mikla hækkun á bæði tóbaksgjaldi og áfengisgjaldi. Miklar hækkanir á vörum eins og tóbaki og áfengi hafa leitt til þess í öðrum löndum að vaxandi svartamarkaðsstarfsemi skýtur upp kollinum sem ein af afleiðingunum. Samkvæmt frumvarpinu er nettólækkun tryggingagjalds 0,1 prósentustig sem eru mikil vonbrigði. FA telur að sú lækkun þurfi að vera mun meiri.

Hér má sjá umsögn FA um frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum.

Hér má sjá umsögn FA um frumvarp til laga um vörugjöld.

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning