Nýir fríverslunarsamningar settu mark á starf viðskiptaráðanna

Starf millilandaviðskiptaráðanna einkenndist meðal annars af því að gerðir voru nýir fríverslunarsamningar við Indland og Taíland, en FA rekur tvíhliða viðskiptaráð fyrir Ísland og bæði löndin. Haldinn var vel sóttur kynningarfundur um fríverslunarsamninginn við Indland.

Starf Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins beindist ekki síst að rekstri EES-samningsins, baráttu gegn gullhúðun Evrópureglna og að undið yrði ofan af rangri tollflokkun pitsuosts, sem hefur valdið vandræðum í samskiptum Íslands og ESB og skapar að mati ráðsins afleitt fordæmi í viðskiptum við þetta mikilvægasta markaðssvæði Íslands.

Fréttir um málefnið

Innskráning