Aðalfundur í dag – rafræn ársskýrsla FA komin út

04.02.2016

headermynd-920x425Aðalfundur Félags atvinnurekenda verður haldinn í dag í Nauthóli við Nauthólsvík. Ársskýrsla félagsins fyrir árið 2015 kemur ennfremur út í dag. Eins og í fyrra prentum við hana ekki á glanspappír, heldur er hún eingöngu í rafrænu formi hér á vefnum.

Í ársskýrslunni getur fólk annars vegar skoðað fréttir um öll þau málefni sem FA hefur beitt sér fyrir og viðburði sem félagið efndi til á árinu 2015. Hins vegar má í dálkinum til vinstri á síðunni sjá yfirlit um það sem var á döfinni í starfsemi félagsins mánuð fyrir mánuð.

Hluti ársskýrslunnar eru stutt viðtöl við forsvarsmenn aðildarfyrirtækja, sem svara spurningunni „hvað græðir fyrirtækið þitt á aðild að Félagi atvinnurekenda?“ Svörin eru á ýmsan veg og á meðal þess sem er nefnt er lögfræðiþjónusta félagsins, FA sem vettvangur til að hitta forystumenn annarra fyrirtækja, barátta félagsins í tollamálum, útboðsmálum og fleiru sem snertir hagsmuni fyrirtækjanna, stuðningur FA við aðildarfyrirtækin í samkeppnismálum og mikilvægi þess að lítil og meðalstór fyrirtæki eigi sér öflugan málsvara.

Úr starfsemi ársins 2015

Dagskrá og skráning á aðalfundinn

Dagskrá og skráning á opinn fund um skapandi greinar

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning