Breiðfylking gegn ólögum um samkeppnishömlur

FA hafði forgöngu um myndun breiðfylkingar samtaka verslunarfyrirtækja, launþega og neytenda gegn breytingum á búvörulögunum, sem veittu afurðastöðvum í kjötiðnaði víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum. Lagabreytingin skapar algjörlega óviðunandi rekstrarumhverfi fyrir félagsmenn FA, sem fengju þungar refsingar, yrðu þeir uppvísir að samráði, og þurfa að fara með fyrirtækjasamruna í gegnum nálarauga Samkeppniseftirlitsins, en keppinautar þeirra í hópi afurðastöðva eru engum slíkum hömlum háðir. Sýnt var fram á óvönduð vinnubrögð og spillingu á Alþingi við samþykkt laganna.

Mikilvægur sigur vannst í málinu þegar Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann dóm að lögin hefðu verið andstæð stjórnarskránni og hefðu ekkert gildi. Ný ríkisstjórn, sem tók við völdum í desember, hyggst leggja fram frumvarp um afturköllun lagabreytingarinnar.

Fréttir um málefnið

19. nóvember 2024
11. september 2024
1. maí 2024

Innskráning