Undir lok ársins gerði FA kjarasamninga til fimmtán mánaða við viðsemjendur sína innan
Alþýðusambandsins; VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Rafiðnaðarsambandið.
Í öllum samningum var sameiginleg bókun um að samningsaðilar myndu að óska eftir því við
stjórnvöld að farið verði í vinnu við að afnema og lækka tolla í þágu neytenda. „Lækkun tolla
er ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega. Að mati samningsaðila væri góð byrjun að
afnema tolla sem vernda enga hefðbundna innlenda landbúnaðarframleiðslu,“ segir í
bókuninni.