Starf viðskiptaráðanna

Starf viðskiptaráða félagsins var fjölbreytt, þótt faraldurinn hafi sett svip á það framan af ári.
Að vori áttu framkvæmdastjóri FA og fulltrúar viðskiptaráðanna góðan fund með Þórdísi
Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, til samræmis við samstarfssamning FA og
utanríkisráðuneytisins.

Stjórnir viðskiptaráðanna fjögurra, fyrir Evrópusambandið, Kína, Indland og Taíland, áttu
jafnframt fundi með sendiherrum Íslands á viðkomandi markaðssvæðum, eins og
samstarfssamningurinn kveður á um.

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið stóð fyrir afar gagnlegum opnum fundi um netverslun við
Kína. Þá tók Íslensk-evrópska viðskiptaráðið þátt í skipulagningu fjölmenns fundar um EES-
samninginn og áskoranir 21. aldarinnar, en á meðal frummælenda var Maroš Šefčovič,
varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Fréttir um málefnið

Innskráning