Starfsemi á vegum viðskiptaráðanna

Að vanda var öflugt starf á vegum millilandaviðskiptaráðanna fjögurra sem FA rak á árinu. Samstarfi FA og Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins var slitið í lok ársins. Á árinu stóð ÍKV hins vegar fyrir áramótafagnaði vegna kínversku áramótanna ásamt Kínversk-íslenska menningarfélaginu og sendiráði Kína, og málþingi um samstarf Íslands og Kína í loftslagsmálum.

Íslensk-evrópska viðskiptaráðið lýsti meðal annars yfir stuðningi við frumvarp utanríkisráðherra um að lögfesta með skýrari hætti bókun 35 við EES-samninginn og taldi það mikilvægt skref til að tryggja að fyrirtæki gætu byggt rétt sinn á samningnum.

Stjórnir viðskiptaráðanna funduðu með sendiherrum Íslands á þeim markaðssvæðum sem þau sinna, en um slíka árlega fundi er kveðið í samstarfssamningi FA og utanríkisráðuneytisins. Þá funduðu framkvæmdastjóri og formenn viðskiptaráðanna með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra.

Stærsti viðburðurinn á vegum viðskiptaráðanna var fjölmennt indversk-íslenskt viðskiptaþing sem haldið var í september og m.a. ávarpað af forseta Íslands.

Fréttir um málefnið

Innskráning