Falda aflið á fleygiferð

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Talsverður árangur náðist við að fylgja eftir Falda aflinu, tólf tillögum sem FA hefur lagt fram til eflingar litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Á aðalfundi félagsins í febrúar fór Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri yfir árangurinn á árinu 2014, en einhver hreyfing var á öllum málunum það ár.

Þrjú mál voru komin í höfn að mati FA; afnám vörugjaldsins, að fjölga gjalddögum aðflutningsgjalda í tolli og afnám ósanngjarnrar 20/50% reglu um skattlagningu arðs. Í stað þessara þriggja mála var þremur nýjum tillögum bætt við Falda aflið; um eðlilega verðmyndun í sjávarútvegi, afnám verndartolla í landbúnaði og einföldun álagningar virðisaukaskatts.

Á aðalfundinum boðaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra frumvarp um skattaívilnanir til handa einstaklingum, sem keyptu hlutabréf í nýsköpunarfyrirtækjum. Það er ein af þeim tillögum sem settar voru fram undir merkjum Falda aflsins um fjölbreyttari fjármögnunarleiðir fyrirtækja.

Fram kom í fjölmiðlum að afnám 20/50% reglunnar hefði haft þau áhrif sem FA hafði haldið fram; það jók skatttekjur ríkissjóðs. Sykurskatturinn, sem var afnuminn um leið og önnur vörugjöld, hafði líka reynst gagnslaus til þess sem hann var lagður á til; hann dró ekkert úr sykurneyslu.

Með framlagningu frumvarps iðnaðar- og viðskiptaráðherra um breytingar á lögum um ársreikninga voru stigin stór skref varðandi tvær tillögur Falda aflsins, annars vegar um skýrari reglur um opinbera birtingu ársreikninga og hins vegar um að sanngjarnari kröfur verði gerðar til endurskoðunar ársreikninga minni fyrirtækja.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Staðan á tillögum Falda aflsins

Falda afliðÓlafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda fór á opnum fundi félagsins á miðvikudag yfir stöðuna á Falda aflinu, tólf tillögum sem FA setti fram í september 2013 með það að markmiði að bæta efnahags- og rekstarumhverfi minni og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Bjarni Benediktsson: Skattaafsláttur vegna fjárfestingar í nýsköpun í undirbúningi

Bjarni BenediktssonBjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á opnum fundi FA í dag, „leiðtoginn í atvinnulífinu“, að í smíðum væri frumvarp um skattaívilnanir til handa einstaklingum, sem keyptu hlutabréf í nýsköpunarfyrirtækjum.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Afnám 20/50-reglunnar jók skatttekjur ríkissjóðs

Afnám hinnar svokölluðu 20/50-reglu við skattlagningu arðs jók skatttekjur ríkissjóðs, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Félag atvinnurekenda barðist hart fyrir afnámi þessarar ósanngjörnu reglu undir merkjum Falda aflsins.

20/50-reglan var sett á í tíð fyrri ríkisstjórnar árið 2009. Hún gekk í stuttu máli út á að úthlutaðan arð til einstaklinga sem vinna við eigin atvinnurekstur, umfram 20% af skattalegu eigin fé, skuli skattleggja þannig að helmingur teljist til launatekna og helmingur til fjármagnstekna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra beitti sér fyrir afnámi reglunnar í árslok 2013.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Lagt til að einfalda skil og endurskoðun ársreikninga minni fyrirtækja

Falda-aflið-sýnir-sigAtvinnuvegaráðuneytið birti í dag á vef sínum drög að frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra um breytingar á lögum um ársreikninga. Þar er meðal annars lagt til að ársreikningaskil minni fyrirtækja verði einfölduð til muna. Ennfremur er lagt til að stærðarmörk vegna krafna um fulla endurskoðun og birtingu ársreikninga verði hækkuð til samræmis við reglur Evrópska efnahagssvæðisins.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“ link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“][vc_video title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar “ link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“][vc_video title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“ link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“][vc_video title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“ link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“][/vc_column][/vc_row]