- Forsíða
- Íslensk-indverska viðskiptaráðið
Íslensk-indverska viðskiptaráðið
Íslensk-indverska viðskiptaráðið var stofnað að frumkvæði Félags íslenskra stórkaupmanna, sem nú heitir Félag atvinnurekenda, og ræðismanns Indlands á Íslandi hinn 4. maí 2005.
Eins og kemur fram í samþykktum ráðsins sem lagðar voru fram á stofnfundi þess þá hefur Íslensk-indverska viðskiptaráðið það verkefni að efla verslunar- og viðskiptasambönd milli Indlands og Íslands. Í því felst m.a. að veita félagsmönnum upplýsingar og ráðgjöf, miðla viðskiptasamböndum, vaka yfir viðskiptalegum hagsmunum félagsmanna og standa fyrir málþingum, félagsfundum og ráðstefnum í samræmi við tilgang félagsins.
Starfsemi ráðsins felst meðal annars í kynningu á tækifærum í gagnkvæmum viðskiptum á milli Íslands og Indlands og móttöku viðskiptasendinefnda frá Indlandi.
Árgjald ÍIV er 30.000 krónur, en 20.000 krónur fyrir smærri fyrirtæki með veltu undir 50 m.kr. og 10.000 fyrir einstaklinga. Hægt er að skrá fyrirtæki í ráðið hér að neðan.
- ÍIV hefur gert samstarfssamning við Indo Icelandic Business Association (IIBA) í Indlandi, en það eru samtök fyrirtækja sem hafa áhuga á viðskiptum við Ísland. Þá hefur Félag atvinnurekenda, sem rekur ÍIV, samstarfssamning við ASSOCHAM, Associated Chambers of Commerce and Industry of India. ASSOCHAM er regnhlífarsamtök viðskiptaráða og atvinnurekendasamtaka á Indlandi.
- Samkvæmt samstarfssamningi FA og utanríkisráðuneytisins tekur formaður ráðsins þátt í árlegum fundi viðskiptaráða með utanríkisráðherra. Þá á stjórn ráðsins árlegan fund með sendiherra Íslands í Indlandi.
- ÍIV hefur staðið fyrir fjölda funda og ráðstefna um viðskipti Íslands og Indlands, tekið á móti viðskiptasendinefndum og skipulagt fyrirtækjastefnumót.
- Árin 2019 og 2023 voru skipulögð fjölmenn indversk-íslensk viðskiptaþing, það fyrra í tilefni af opinberri heimsókn Ram Nath Kovind forseta Indlands hingað til lands og það síðara er fjölmenn viðskiptasendinefnd IIBA kom hingað til lands.
- Fríverslunarsamningur EFTA og Indlands sem var undirritaður í mars 2024 mun efla viðskiptatengsl Íslands og Indlands til muna. ÍIV stóð fyrir kynningu á samningnum og mun vinna með íslenskum stjórnvöldum að því að framkvæmd hans gangi sem greiðast fyrir sig.
- Bala Kamallakharan, Startup Iceland, formaður
- Andrés Vilhjálmsson, Kjarnafæði
- Anna Hedvig Þorsteinsdóttir, Lýsi
- Framkvæmdastjóri: Ólafur Stephensen