Kynningarfundur um nýja kjarasamninga 29. janúar

26.01.2016

Kjarasamningar 2016Félag atvinnurekenda boðar til almenns félagsfundar kl. 14 föstudaginn 29. janúar til að kynna nýundirritaða kjarasamninga við viðsemjendur félagsins innan Alþýðusambandsins. Fundurinn fer fram í húsnæði félagsins í Húsi verslunarinnar, 9. hæð.

FA hefur undanfarna daga skrifað undir samninga við VR/Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, Rafiðnaðarsamband Íslands og Grafíu, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum. Samningarnir eru í öllum aðalatriðum samhljóða þeim samningum sem Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið undirrituðu í síðustu viku.

Samkvæmt lögum FA skulu allir kjarasamningar gerðir með fyrirvara um samþykki stjórnar félagsins. Stjórn FA samþykkti samningana á fundi sínum í dag. Lögin kveða jafnframt á um að samþykktan samning skuli „kynna á almennum félagsfundi eins fljótt og unnt er.“

Á fundinum verður farið yfir efnisatriði samningana, þýðingu þeirra og forsögu og praktísk atriði varðandi samþykkt þeirra og útgreiðslu samkvæmt þeim.

Skráning á fundinn – athugið að velja réttan viðburð

Nýjar fréttir

22. apríl 2024

Innskráning