Reglur starfsmenntasjóðs rýmkaðar og einfaldaðar

07.01.2016
FA stendur fyrir fjölda námskeiða sem eru styrkhæf í Starfsmenntasjóðnum.
FA stendur fyrir fjölda námskeiða sem eru styrkhæf í Starfsmenntasjóðnum.

Ný reglugerð fyrir Starfsmenntasjóð verslunarinnar tók gildi um áramótin. Sjóðurinn er starfræktur í samstarfi Félags atvinnurekenda og VR og Landssamtaka verzlunarmanna.

Markmið nýrrar reglugerðar er að rýmka og einfalda reglur sjóðsins og ýta undir að fyrirtæki í FA og félagsmenn í VR/LÍV nýti sér styrki úr honum til námskeiðahalds og endur- og símenntunar.

Félagsmenn í VR/LÍV geta að hámarki fengið 90.000 króna styrk úr sjóðnum á ári, að því gefnu að þeir séu í fullu starfi og nái byrjunarlaunum samkvæmt kjarasamningi á hverjum tíma. Réttindi reiknast hlutfallslega fyrir fólk í hlutastarfi. Sú breyting verður með nýju reglunum að hægt er að fá uppsafnaðan styrk.  Hafi félagsmaður ekki fengið styrk úr sjóðnum (hvorki til starfs- eða tómstundanáms) sl. 36 mánuði getur uppsafnaður styrkur til starfsnáms orðið kr. 270.000 fyrir eitt samfellt nám.

Gagnvart fyrirtækjum sem sækja um styrki í sjóðinn til námskeiðahalds verður sú breyting að allar umsóknir þurfa að vera rafrænar. Fyrirtæki vinna sér inn stig í sjóðnum í hlutfalli við launagreiðslur. Stjórn sjóðsins ákveður á fyrsta fundi stjórnar ár hvert, hver úthlutunarupphæðin til fyrirtækja verður að hámarki.

Ný reglugerð Starfsmenntasjóðs verslunarinnar

Upplýsingar um Starfsmenntasjóðinn

Nýjar fréttir

22. apríl 2024

Innskráning