
70% félagsmanna nýta stuðningsúrræði
Um 70% félagsmanna FA nýta einhver af stuðningsúrræðum stjórnvalda. Þrátt fyrir tekjufall og fækkun starfsfólks hjá mörgum fyrirtækjum eru félagsmenn almennt bjartsýnir á framtíðina.
Um 70% félagsmanna FA nýta einhver af stuðningsúrræðum stjórnvalda. Þrátt fyrir tekjufall og fækkun starfsfólks hjá mörgum fyrirtækjum eru félagsmenn almennt bjartsýnir á framtíðina.
Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri fjallar um efnahagshorfur á næstunni á félagsfundi FA 7. september. Fundurinn verður fjarfundur og skráning er nauðsynleg.
Félag atvinnurekenda hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna niðurgreiðslu ríkisins á sumarnámi fyrr í sumar og vegna fjárhagslegs aðskilnaðar samkeppnisrekstrar Endurmenntunar HÍ frá öðrum rekstri.
FA fer fram á að menntamálaráðuneytið gefi skýr svör um hvort einkareknum fræðslufyrirtækjum verði heimilt að vinna samkvæmt eins metra reglunni. Það gera endurmenntunardeildir háskólanna, sem eru í beinni samkeppni við félagsmenn FA.
Forsendur fyrir því að framlengja ekki hlutabótaleiðina gjörbreyttust með auknum hömlum á landamærunum. Endurskoða þarf stuðningsaðgerðir við atvinnuífið í heild. Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið.
Félag atvinnurekenda telur nauðsynlegt að stjórnvöld endurskoði stuðningsaðgerðir við fyrirtæki vegna heimsfaraldurs COVID-19 veirunnar. Framkvæmdastjóri félagsins ræddi málið í viðtali á Stöð 2.
Félagsmaður FA, sem þurfti að loka rekstrinum vegna fyrirmæla stjórnvalda, fær ekki lokunarstyrk. FA telur mikilvægt að réttarstaða fyrirtækja sé skýr nú í áframhaldi kórónaveirufaraldursins.