
Félagsfundur um jafnlaunavottun og -staðfestingu 9. mars
FA efnir til félagsfundar á Zoom um jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Í lok árs eiga öll fyrirtæki með 25 starfsmenn og fleiri að vera komin með jafnlaunavottun eða – staðfestingu.
FA efnir til félagsfundar á Zoom um jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Í lok árs eiga öll fyrirtæki með 25 starfsmenn og fleiri að vera komin með jafnlaunavottun eða – staðfestingu.
FA hefur kært Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til kærunefndar útboðsmála vegna innkaupa á hraðprófum fyrir tæplega 380 milljónir króna án útboðs. FA vonast til að við næstu innkaup verði farið að lögum.
Niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða sýna með óyggjandi hætti að ásakanir Bændasamtaka Íslands og Mjólkursamsölunnar á hendur innflutningsfyrirtækjum, um stórfellt tollasvindl áttu ekki við nein rök að styðjast.
Stærsti blómabóndi landsins segir að innlend blómaframleiðsla anni eftirspurn alltaf nema í febrúar. Tölur Hagstofunnar sýna að það er rangt. Framkvæmdastjóri FA skrifar í Fréttablaðið.
Innviðaráðuneytið vill ekki svara mikilvægum spurningum um túlkun ráðuneytisins á póstlögunum. Þögnin kann að kosta skattgreiðendur á annað hundrað milljónir. Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptamoggann.
Félag atvinnurekenda efnir á næstu vikum til fimm örnámskeiða á netinu um hagnýta lögfræði í fyrirtækjarekstri. Lögmennirnir Unnur Ásta Bergsteinsdóttir og Páll Rúnar M. Kristjánsson halda námskeiðin.
Flytja þarf inn á bilinu 30 til 35 þúsund rósir í febrúar, þar sem innlendir blómaframleiðendur anna engan veginn eftirspurn fyrir Valentínusardag og konudag. Háir tollar hér um bil tvöfalda innkaupsverðið á innfluttum rósum og það er miklu dýrara en það þyrfti að vera að gleðja ástina sína.
Stjórn Félags atvinnurekenda er óbreytt eftir aðalfund félagsins, sem haldinn var í gær. Þrír stjórnarmenn gáfu kost á sér til endurkjörs.
Mikil gróska er í framleiðslu og innflutningi áfengis, en laga- og skattaumhverfi greinarinnar er úrelt og fjandsamlegt. Rætt var um gerjun á áfengismarkaði á opnum streymisfundi FA í gær. Hér er upptaka af fundinum.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði á streymisfundi FA um þróunina á áfengismarkaðnum að hann hefði skipað hóp sérfræðinga sem myndi skila honum lögfræðiáliti um álitamál varðandi einkarétt ríkisins á smásölu áfengis. Í framhaldinu yrði mögulega kallað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins og svo gæti farið að Alþingi kæmist hjá ekki hjá því að taka á málinu.