Aðalfundur: Er ríkið í stuði?

Stjórn FA var óbreytt að loknum aðalfundi í febrúar. Í framhaldi af aðalfundinum var haldinn fjölsóttur fundur, sem fékk talsverða athygli og umfjöllun, undir yfirskriftinni „Er ríkið í stuði?“. Þar var sjónum beint að þeirri staðreynd að fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga eru fyrirferðarmikil á hinum nýja markaði fyrir hraðhleðslu rafmagnsbíla og veita einkafyrirtækjum harða samkeppni. Ætla má að rúmlega fjórðungur hraðhleðslustöðva sé í eigu opinberra fyrirtækja samkvæmt skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon vann fyrir FA.

„Þátttaka opinberra fyrirtækja í samkeppnisrekstri eftir allri virðiskeðjunni skapar hættu á misnotkun aðstöðu,“ segir í skýrslunni. „Fáir myndu mæla fyrir því að hið opinbera færi að reka bensínstöðvar í dag. Sennilega kæmi það einnig fólki spánskt fyrir sjónir að veitufyrirtæki í eigu hins opinbera seldi fólki elda- eða þvottavélar og uppsetningu þeirra,“ segir í skýrslunni.

Fréttir um málefnið

Innskráning