Aukið frelsi á áfengismarkaði í brennidepli

FA hélt áfram baráttu sinni fyrir auknu frelsi í smásölu og markaðssetningu áfengis. Stefna
félagsins er að stíga skrefið til fulls, leyfa einkaaðilum smásölu áfengis og leggja ÁTVR niður,
um leið og áfengisauglýsingar yrðu heimilaðar.

Opinn fundur sem haldinn var samhliða aðalfundi félagsins fjallaði um þetta efni og bar
yfirskriftina „Gerjun á áfengismarkaði“. Athygli vöktu ummæli Jóns Gunnarssonar
dómsmálaráðherra á fundinum, um að hugsanlega yrði leitað til EFTA-dómstólsins til að fá
úr því skorið hvort ríkiseinokun á smásölu áfengis stæðist EES-samninginn. Þá fjölluðu
fulltrúar sprotafyrirtækja í innlendri áfengisframleiðslu um það fjandsamlega
rekstrarumhverfi, sem stefna stjórnvalda hefur búið þeim.

Fréttir um málefnið

Innskráning