Faraldurinn og sóttvarnaraðgerðir

Mörg verkefni komu á borð FA vegna kórónuveirufaraldursins, sóttvarnaraðgerða og
stuðningsaðgerða við fyrirtæki sem ákveðnar voru vegna hans. Í byrjun árs blandaði FA sér í
umræður um eðli sóttvarnaraðgerða, sem fljótlega voru þó afnumdar. Sá þá fljótlega fyrir

endann á vinsælustu þjónustu sem FA hefur boðið félagsmönnum um árabil, sem voru
upplýsingapóstar um alls konar atriði tengd faraldrinum.

Síðar á árinu kærði FA Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir að hafa ekki farið að lögum
um opinber innkaup þegar keypt voru inn hraðpróf fyrir hundruð milljóna. Félagið hafði ekki
erindi sem erfiði fyrir kærunefnd útboðsmála, sem taldi neyðarrétt hafa réttlætt að farið
væri á svig við reglur um útboð.

Þá beitti félagið sér fyrir því að skilmálar um endurgreiðslu Covid-stuðningslána yrðu
rýmkaðir, en ýmis fyrirtæki sem tóku stuðningslán 2020 urðu fyrir miklu tekjutapi á fyrstu
mánuðum ársins 2022 vegna ástands faraldursins.

Fréttir um málefnið

22. janúar 2022

Innskráning