Fræðsla fyrir félagsmenn FA

Að beiðni FA hafa fræðslufyrirtæki, sem aðild eiga að félaginu, stillt upp fræðsluframboði sem tekur mið af þörfum félagsmanna fyrir fræðslu og þjálfun starfsfólks eins og þær eru skilgreindar í skýrslu, sem Attentus vann fyrir FA. Tilgangurinn er að auðvelda aðgang félagsmanna að hentugu námsframboði og námsefni og hvetja þá til að nýta styrki úr Starfsmenntasjóði verslunarinnar til að styrkja starfsfólkið sitt með fræðslu og þjálfun. Kynning á nálgun og námsframboði fræðslufyrirtækjanna fór fram á félagsfundi FA, „Fræðum og græðum“, 6. október 2021.

Hér að neðan eru annars vegar hlekkir á pdf-skjöl þar sem hægt er að skoða þau námskeið og lausnir sem fræðslufyrirtækin hafa stillt upp með hliðsjón af könnun Attentus á fræðsluþörfum félagsmanna í FA. Hins vegar eru hlekkir inn á vefi fræðslufyrirtækjanna. Við hvetjum félagsmenn til að skoða vel hvað er í boði, því að mismunandi lausnir henta mismunandi fyrirtækjum og starfsmannahópum. Flest eru fræðslufyrirtækin reiðubúin að sérsníða lausnir fyrir einstök fyrirtæki.

Innskráning