Námskeið af öllum sortum

05.10.2015
Námskeið í opinberum innkaupum
Frá námskeiði FA um opinber innkaup.

FA hélt í síðustu viku vel heppnað námskeið um opinber innkaup. Leiðbeinandi var Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður á Málflutningsstofu Reykjavíkur og sérfræðingur í opinberum innkaupum og útboðsrétti.

Félagið býður upp á mjög fjölbreytt námskeið nú í haust. Námskeiðið í síðustu viku er gott dæmi um frekar sérhæft námskeið sem hentar fyrst og fremst þeim fyrirtækjum sem taka þátt í útboðum á vegum hins opinbera. Næst á dagskrá er hins vegar námskeið sem ætti að henta öllum félagsmönnum.

Á fimmtudaginn verður haldið námskeið í samningatækni. Leiðbeinandinn er Thomas Möller hagfræðingur. Farið er yfir 10 ráð sem hjálpa þátttakendum að ná betri samningum. Fjallað er um grundvallaratriði samningatækni og þekktar leiðir til að ná árangri á þessu sviði.

Við minnum á að þau fyrirtæki sem eru með starfsmenn sem eru félagsmenn í VR fá sjálfkrafa styrk úr Starfsmenntasjóði verslunarinnar ef iðgjaldagreiðslur þeirra hafa myndað næga stigainneign og hvetjum alla félagsmenn til að nýta vel inneign sína í sjóðnum í þágu fræðslu og þjálfunar starfsfólksins. Skoðið vel á hlekknum hér að neðan hvaða námskeið eru í boði.

Nánari upplýsingar um samningatækninámskeiðið

Skráðu þig á samningatækninámskeiðið  hér.

Dagskrá námskeiða FA í haust

Nýjar fréttir

22. apríl 2024

Innskráning