
Aðgerðir borgarinnar valda vonbrigðum
Aðgerðir, sem Reykjavíkurborg tilkynnti í gær til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 veirunnar, valda vonbrigðum að mati FA. Þrátt fyrir boðaða lækkun fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði á næsta ári verður hann áfram hærri en í öllum nágrannasveitarfélögum.