Félagsmaður vikunnar

Frá því í febrúar 2021 hefur FA heimsótt eitt aðildarfyrirtæki vikulega og birt um það umfjöllun á Facebook- og Instagram-síðum félagsins undir myllumerkinu #félagmaðurvikunnar. Annars vegar er sögð saga í myndum og myndskeiðum af starfsemi fyrirtækisins sem hægt er að skoða í „story highlights“ á Instagram-reikningnum okkar. Hins vegar smellum við mynd af framkvæmdastjóra eða öðrum forsvarsmanni fyrirtækisins.

Fylgist með myllumerkinu #félagsmaðurvikunnar á samfélagsmiðlunum okkar. Þessi umfjöllun sýnir vel breiddina í félaginu og hvað atvinnurekendur eru fjölbreyttur og áhugaverður hópur. Meirihluti fyrirtækjanna sem við höfum heimsótt er fjölskyldufyrirtæki sem eigendurnir reka sjálfir.

Skoðaðu Instagram-reikning FA