Vinsæl örnámskeið

FA hélt áfram að bjóða upp á örnámskeið á netinu fyrir stjórnendur aðildarfyrirtækja. Á árinu voru þau víkkuð út fyrir hagnýta lögfræði í fyrirtækjarekstri og tekið m.a. á starfsmannamálum og samkeppnismálum. Námskeiðin byggjast á þeirri hugmynd að stjórnendur þurfi ekki að eyða í þau meira en sléttum 30 mínútum og á þeim tíma öðlist fólk […]

Guðrún Ragna endurkjörin formaður á aðalfundi

Guðrún Ragna Garðarsdóttir var endurkjörin formaður FA á vel sóttum aðalfundi félagsins í febrúar. Fjórir félagsmenn sóttust eftir tveimur sætum meðstjórnenda, sem kosið var í á fundinum. Þau Lilja Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri lyfjasviðs Icepharma, og Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, hlutu bæði endurkjör og var stjórnin því óbreytt að aðalfundi loknum.

Gullhúðun EES-reglna gagnrýnd

FA hélt áfram gagnrýni sinni á að ráðuneytin stæðu fyrir „gullhúðun“ EES-reglna með því að bæta við reglur sem frá Evrópusambandinu koma ýmsum reglum og sérkvöðum, sem eru íþyngjandi fyrir íslensk fyrirtæki. Einkar gróft dæmi um slíkt kom upp á árinu, er heilbrigðisráðherra lagði til innleiðingu á EES-reglum um aðgang stjórnvalda að birgðastöðu lyfja og […]

Mun áfengislöggjöfin ná utan um veruleikann á markaðnum?

FA hélt áfram málflutningi sínum í þágu aukins frelsis á áfengismarkaðnum og að áfengislöggjöfin endurspegli í raun þá þróun sem átt hefur sér stað á markaðnum. Fyrir liggur að t.d. sala áfengis á netinu fer fram og er látin óáreitt, sama má segja um áfengisauglýsingar. Í orði kveðnu er þessi starfsemi hins vegar bönnuð og […]

Endurgreiðslutími stuðningslána lengdur

FA barðist fyrir því að lengt yrði í stuðningslánum sem veitt voru minni og meðalstórum fyrirtækjum í Covid-faraldrinum, en að endurgreiða lánin á 12 mánuðum hefur reynst ýmsum fyrirtækjum þungt í skauti. FA fundaði m.a. með eftirlitsnefnd með lánunum. Hún lagði til lengingu endurgreiðslutíma um einhver ár, en niðurstaða fjármálaráðuneytisins varð að lengja endurgreiðslutímann um […]

Hreyfing á tollamálum

Eins og oft áður í nærri 95 ára sögu félagsins skipuðu tollamál einna stærstan sess ímálefnabaráttu félagsins á árinu. Meiri hreyfing var á þeim málum en oft áður og notaði FAöll tækifæri sem gáfust til að benda á hvernig vinna mætti gegn verðbólgu með lækkun ogafnámi tolla. FA vakti ítrekað athygli á því hvernig útboð […]

Þokast í baráttunni fyrir lægri fasteignasköttum

Lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði var áfram eitt af helstu baráttumálum FA. Félagiðdeildi hart á Reykjavíkurborg, sem innheimtir um helming allra fasteignaskatta afatvinnuhúsnæði á landinu og sýndi enga tilburði til að lækka skattprósentu til að mætamiklum hækkunum á fasteignamati. Ýmis sveitarfélög brugðust þó vel við áskorun stjórnar FA frá því í júníbyrjun um að lækkaálagningarprósentuna til […]

Fjölbreyttir félagsmenn vikunnar

Samtals 26 aðildarfyrirtæki FA voru heimsótt á árinu og fjallað um þau á Instagram- ogFacebook-síðum félagsins undir myllumerkinu #félagsmaður vikunnar. Starfsemifyrirtækjanna og fólkinu á bak við fyrirtækin eru gerð skil með myndum og myndskeiðum.Óhætt er að segja að umfjöllunin sýni vel fram á breiddina í félaginu og hversu fjölbreytturhópur atvinnurekendur eru. Skoða félagmenn vikunnar á […]

Könnun FA: Félagsmenn ánægðir með starfið og þjónustuna

Almenn ánægja er meðal félagsmanna í FA með starf og þjónustu félagsins undanfarið ár, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem gerð var á meðal félagsmanna dagana 24.-31. janúar síðastliðinn. 80% félagsmanna segjast ánægðir eða mjög ánægðir með starf félagsins í heild, en 2% lýstu óánægju. Lögfræðiþjónustan mikið notuð og viðskiptavinirnir ánægðirSpurt var út í ýmsa þætti þjónustu […]

FA flytur í Skeifuna 11

Tímamót urðu hjá Félagi atvinnurekenda er félagið seldi húseign sína í Húsi verslunarinnareftir 40 ára veru í húsinu. Fest voru kaup á öðru húsnæði, á 3. hæð í Skeifunni 11, og eráformað að félagið flytji starfsemi sína þangað á vormánuðum 2023. Húsnæði FA á 9. hæð í Húsi verslunarinnar hefur verið mun stærra en félagið […]

Breytinga þörf á vinnumarkaði

FA lét vinnumarkaðsmál talsvert til sín taka á árinu. Félagið hvatti þannig forstjórastórfyrirtækja til að lækka laun sín til að sýna gott fordæmi og skapa traust í kjaraviðræðum. Félagið studdi frumvörp um raunverulegt félagfrelsi á vinnumarkaði og um að dregið yrði úruppsagnarvernd opinberra starfsmanna. Þá vakti FA athygli á því að ríkið og sveitarfélögin hefðu […]

Glíman við hæstu áfengisskatta í Evrópu

FA var í fararbroddi baráttu gegn áformum stjórnvalda um mikla hækkun áfengisskatta.Almennur áfengisskattur hækkaði um 7,7% í byrjun árs 2023 og í fríhafnarverslunumhækkuðu áfengisskattar um 169%. FA benti meðal annars á að þeir sem töpuðu á þessum skattahækkunum, auk neytenda,væru íslensk ferðaþjónusta og innlend áfengisframleiðsla. Þá væri í raun verið að verðleggjafríhafnarverslunina á Keflavíkurflugvelli út […]

Innskráning