Ársskýrsla 2022

Félag atvinnurekenda lét fjölda baráttumála félagsmanna til sín taka á árinu og hélt marga viðburði. Félagið átti í samstarfi og samskiptum við ótal aðila til að þoka áfram baráttunni fyrir frjálsum viðskiptum, virkri samkeppni og öðrum hagmunamálum fyrirtækjanna. Hér er yfirlit yfir það helsta. Smelltu á fyrirsagnirnar hér á síðunni til að kynna þér málið betur.

Efst á baugi

8. febrúar 2023
7. febrúar 2023
7. febrúar 2023

Ummæli félagsmanna

Framkvæmdastjóri Eldvarnarmiðstöðvarinnar

Framkvæmdastjóri Mamma veit best

Framkvæmdastjóri Dynjanda

Eigandi Williams & Halls

Tilvitnanir úr þjónustukönnun

„[FA] stóð sig gríðarvel í að þrýsta á sveitarfélög að endurskoða fasteignagjöld með tilkomu hækkunar á fasteignamati“

„[FA stóð sig] mjög vel í að benda á ýmsa vankanta í tollamálum“

„Frábær lögfræðiþjónusta hjá Guðnýju“

„vel sýnileg og með sterka rödd sem vonandi verður sterkari á komandi árum“

„Brugðist við erindum og fylgt málum fast eftir. Ekki sjálfgefið að fólk sýni þrautseigju“

„Baráttuandi og lögfræðiþjónusta“

„Verið sýnileg og óþreytandi í að benda á brotalamir í kringum tollalöggjöfina á búvörum“

„Covid leiðsögn var framúrskarandi“

Önnur viðfangsefni ársins

Ekki farið að lögum um opinberar eftirlitsreglur
FA hvatti menningar- og viðskiptaráðuneytið til að sinna þeirri lagaskyldu að skipa ráðgjafanefnd um opinberar eftirlitsreglur, en lögum um málið er ætlað að hamla gegn stöðugri útþenslu óþarfra reglna sem íþyngja fólki og fyrirtækjum.
Raunverulega ástæðan fyrir lyfjaskorti á Íslandi
Framkvæmdastjóri FA fjallaði um hina raunverulegu ástæðu fyrir skorti á lyfjum á Íslandi, sem er stefna stjórnvalda um verðlagningu lyfja.
Varaseðlabankastjóri fjallar um efnahagsmál
Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri mætti á félagsfund FA og lagði til að í kjaraviðræðum yrði samið um kaupmátt fremur en nafnlaunahækkanir.
Fyrirlestur um vinnustaðinn eftir Covid
„Tvinnustaðurinn“ er kominn til að vera, var ein niðurstaðan í fyrirlestri þeirra Ingridar Kuhlman og Eyþórs Eðvarðssonar um vinnustaðinn eftir Covid.
Bragðefnabann í nikótínvörum
FA lagðist gegn ákvæðum frumvarps heilbrigðisráðherra sem bönnuðu ávaxtabragð af nikótínvörum – og hafði erindi sem erfiði.
Félagsfundur um jafnlaunavottun
FA hélt fræðslufund til að búa félagsmenn undir lokasprettinn í gildistöku lagaákvæða um jafnlaunavottun.
Anna Kristín formaður SÍA
Anna Kristín Kristjánsdóttir, varaformaður FA, var kjörin formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, aðildarfélags FA.
Brexit flækir Bretlandsviðskipti
Útganga Bretlands af innri markaði EES hefur flækt mjög viðskipti Íslands og Bretlands með viðskiptahindrunum og skriffinnsku.
Kynlaus klósett
Kynlaus klósett FA gagnrýndi harðlega áform embættismanna um að skylda alla vinnustaði til að hafa kynhlutlaus klósett, án þess að skoða hvaða kostnað það hefði í för með sér.
Orkuöryggi fyrir atvinnulífið
Framkvæmdastjóri FA blandaði sér í umræðuna um orkumál og sagði þörf á fleiri virkjunum og betra dreifikerfi, bæði innanlands og tengingum við nágrannalöndin.
Fundur um breytingar á úrvinnslugjaldi
FA, ásamt öðrum atvinnuvegasamtökum sem eiga aðild að Úrvinnslusjóði, efndi til kynningarfundar um breytingar á úrvinnslugjöldum.
Ekki nota loftslagsmál sem afsökun fyrir viðskiptahömlum
FA hefur reynt að sporna gegn þeirri tilhneigingu sérhagsmunahópa að nota loftslagsmál sem afsökun fyrir að setja á nýjar viðskiptahindranir.

Umsagnir um þingmál og reglur

Félag atvinnurekenda gefur umsagnir og gerir athugasemdir við fjölmörg þingmál, drög að frumvörpum, áform um lagasetningu og reglugerðir. Umsagnirnar á árinu voru samtals 0.

Fréttir ársins af vef FA

28. desember 2022
22. desember 2022
22. desember 2022

Innskráning